pabbi átti afmæli í dag og kíktum við í mat og meðþví í tilefni þess í Birtingaholtið. Ásu Júlíu fannst reyndar ferlega skrítið að afar ættu afmæli yfir höfuð… “afar eiga ekki að eiga afmæli” heyrðist úr aftursætinu þegar við vorum á leiðinni vestureftir. Til lukku með daginn þinn pabbi minn
Author: siminn
Lappaveisla!
Ég og krakkarnir skelltum okkur í Borgarnes í dag í hina árlegu Lappaveislu hjá Jónínu og Vífli. Virkilega skemmtileg hefð sem við reynum að mæta í á hverju ári. Alltaf gaman að hitta ættingjana og hitta líka Ólsarana svona á nokkurnveginn miðri leið. Sigurborg Ásta var að hitta nokkra í fyrsta sinn og náði auðvitað…
poooopppppp
Hér er farið í hringi mjög reglulega … stundum er poppað á gamlamátann í potti, ljúffengt poppkorn en því fylgir kvöð sem er að þrífa pottinn! fita og leiðindi *bjakk* stundum tökum við hollustuna á þetta og notum fínu loftpoppkornsvélina okkar… engin fita sem þarf að þrífa og mun bragðlausara poppkorn – vantar náttrúlega fituna!…
Me time
Tröllabollur á bolludag
Við tókum forskot á sæluna og skelltum í bollur í dag enda er bolludagurinn á morgun. Einhver hlaut að detta í kaffi enda var ég aðeins utanvið mig þegar ég ætlaði að setja örlítið lyftiduft þannig að útkoman varð Tröllavatnsdeigsbollur. Krökkunum fannst það reyndar ekkert leiðinlegt 🙂 Ég hafði rétt fyrir mér þar sem tengdó…
Kreisí pípól
Auður sem vann með Leifi á Búðarhálsi kíkti í heimsókn með PS3 tölvuna sína í kvöld… ekki frásögu færandi svosem nema afþví að Oliver var svo yfirsig spenntur að pabbi og Auður ætluðu að spila tölvuleik í stóra sjónvarpinu! Ása Júlía gerði sitt besta til að halda sér vakandi eitthvað en bæði voru þau steinsofnuð…
Göngutúr yfir í Kópavoginn
Við skelltum okkur í göngutúr í dag. Ákváðum að mæla með hjálp endomondo hversu langt það væri frá okkur yfir í Blásalina þangað sem Eva Hlín & Freyr eru að flytja núna á næstu dögum. Stór hluti leiðarinnar var á þessum flotta auða og fína göngustíg en allar aðrar gangstéttir sem og stígar voru þakin ís…
Svooo kósí
Mömmu og pabba áskotnaðist forláta gæruskinns kerrupoki fyrir mörgum árum (eftir að ég var vaxin upp úr svona nokk samt). Mörg kríli í fjölskyldnni hafa fengið að njóta hans og þegar Oliver fæddist var það auðvitað gefið mál að hann kæmi til okkar 😉 semsagt Oliver, Ása Júlía og núna Sigurborg Ásta hafa kúrt í…