Við skelltum okkur í heimsókn til Sigurborgar og Tobba núna í byrjun júní, klassík að slá tvær flugur í einu höggi og láta draum Olivers um að fara í Legoland þegar hann væri 7 ára rætast (hann hefur talað um þetta síðan hann var 3 ára). Við flugum til Billund með Iceland Air að morgni…
Author: siminn
Fallegi blómvöndurinn, sá fyrsti þetta sumarið
7ára afmæli frumburðarins
Við héldum upp á 7 ára afmæli frumburðarins í dag. Yndislegt veður sem varð til þess að gaurarnir í afmælinu eyddu jafn miklum tíma úti við og inni, stelpurnar voru aðeins penni enda í sparifötum 😉 Oliver var alveg í skýjunum með kökuna sem við Leifur dunduðum okkur við að gera í gærkvöldi sem og…
Ferming
Okkur var boðið í fermingarveisluna hennar Helgu Bjargar í Nauthóli í dag. Fallegur salur með glæsilegu brönsh hlaðborði. Á hlaðborðinu var að finna alveg fullkomlega þroskaða djúsí gula melónu og fékk Sigurborg Ásta að smakka smá eða það átti að vera smá… sú stutta varð bara reið þegar bitinn var tekinn frá henni, þetta var…
Þessi 3 yndi
Yndislegu ungarnir mínir í fallegu “Línu Langsokk” peysunum frá Hönnu frænku í Svíþjóð
5 mánaða!!
Yndislegur dagur…
Við vorum viðstödd yndislega athöfn í dag… brúðkaup góðra vina þeirra Óla og Guðrúnar Helgu. Athafnastjóri frá Siðmennt kom í heimsókn til þeirra í stofuna í Hestavaðinu og framkvæmdi mjög fallega og persónulega athöfn sem endaði auðvitað á hinn klassíska veg með kossi 😉 Létt og ljúf athöfn með standandi veislu á eftir. Innilega til…
stóra stelpuskottið
Þessi Perla á algerlega daginn í dag. Foreldraviðtal með glæsilegum commentum frá leikskólanum og að lokum sundsýning í síðasta tímanum hjá sundskólanum. Frábær stelpa sem við eigum