síðustu daga hefur kólnað svo hratt og mikið að ég vaknaði upp við vondan draum.. Sigurborg á ekkert af almennilegum vettlingum! bara einhverja örþunna :-/ ekki nógu gott! Ég greip afgangsgarnið frá heilgallanum sem ég gerði á hana í vor og fann mér uppskrift… ferlega krúttlegir litli fiðrildavettlingar komu í ljós og ekki verra…
Author: siminn
Það er eitthvað við svona sofandi uppíloftdúllurass
Sigurborg Ásta rúmlega 10mánaða skotta Mér finnst alltaf jafn dúllulegt þegar krílin fara að finna sínar eigin svefnstellingar… þegar maður hættir að geta lagt þau frá sér og gengið að því nokkuð vísu að þau verði í sömu stellingu þegar kíkt er á þau einhverju síðar. þessi magastelling með rassinn upp í loft er bara…
Haust
Ég elska haustlitina, hvernig allt breytir um lit og hvernig haustið færir með sér rútínu og skipulag (sumarið er reyndar eiginlega bara skipulagt kaos).
Sólblóm í vinnslu…
Þetta mjakast þó hægt gangi… næsta skref hjá mér er að prjóna ermarnar og svo hálslíninguna sem er gerð með snúruprjóni.
Fyrsti í aðlögun…
… hjá dagmömmunum í dag þetta litla krútt veit ekkert hvað er í vændum, annað en göngutúr í vagninum sínum… ég veit eiginlega ekki hvor okkar er í aðlögun, ég eða hún… þetta verður skrítið 😉
Tarzanleikir klikka seint
Hrafn Ingi var hjá okkur um helgina. Þeir frændur skemmtu sér konunglega við hin ýmsu prakkarastrik eins og þetta… fundu sér trjágrein sem auðvelt var að grípa í frá bekknum á leikvellinum og sveifluðu sér í trjánum til skiptis. Þeir skemmtu sér svo vel þarna að ég átti frekar erfitt með að stoppa þetta af……
pallalíf
Við erum búin að vera að vesenast með hvað við ættum að gera við pallinn í sumar… ekki beint búið að vera veður til þess svosem. En við ákváðum að drífa í því að bera á dekkið og þurftum við auðvitað að byrja á því að bera einhverja “drullu” á til að hreinsa upp gamla…