Suma daga hlakkar mann bara aðeins meira til en aðra til að borða kvöldmatinn… og ekki skemmdi fyrir að þessi réttur dugaði okkur í nokkrar máltíðir enda matarmikill og góður. Þetta er ss Chili con Carne af síðunni Ljúfmeti. Ég reyndar notaði ekki alveg sömu baunablöndu og hún en það skiptir ekki máli 🙂 Oliver…
Author: siminn
Ingibjörg í heimsókn
Við fengum Ingibjörgu litlu frænku lánaða í gær og skiluðum henni ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Frænkunum þótti alveg yndislegt að fá að eyða heilli nótt saman og Oliver þótti það nú ekki leiðinlegt heldur. Þær fænkur brölluðu ýmislegt og þótt tíminn hafi ekki alveg farið eins og vonast var eftir hjá fullorðna fólkinu…
Prjón: “lopa”galli á Sigurborgu Ástu
Síðasta klárið 2014! Þetta verkefni var búið að vera svolítið lengi í framkvæmd, nokkur önnur í gangi á sama tíma og svosem líka ekki endilega þörf á að klára strax þar sem ekki var bráðnauðsyn á að koma flíkinni í gagnið. Mér datt í hug að prjóna 3ja heilgallann á Sigurborgu Ástu eftir uppskrift sem er búin að…
Gleðileg jól
Gleðileg Jól!!
Piparkökugerð og málun
Hrafn Ingi og Sigmar Kári gistu hjá okkur í nótt… Við Leifur vorum búin að ákveða að nota daginn og baka og mála piparkökur með gormunum okkar en úr varð að þeir voru með okkur líka og svo bættust Gunnar og Birkir Logi í hópinn þegar við byrjuðum að mála og skreyta kökurnar. Þetta var alveg…
skiltanámskeið í Föndru
Ég skellti mér á námskeið hjá Föndru með Lilju vinkonu í kvöld, við eigum þetta til… að fá einhverja hugdettu með svona námskeið í föndri og bara skella okkur. Lúmskt gaman. Fórum t.d. fyrir þónokkuð mörgum árum á skrappnámskeið og líka á námskeið þar sem við saumuðum Jólasokk í yfirstærð með snjókarladúlleríi á. Við notum…
Rýja
Ég hef verið að skoða undanfarið umræður, myndir og uppskriftir af allskonar tuskum… heklaðar sem og prjónaðar. Svo í síðustu viku kom svakasprenging á spjallhópi sem heitir Handóðir prjónarar og er á facebook í tengslum við tuskuprjón/hekl. Fólk var ýmist með eða á móti heimagerðum tuskum … þetta var eiginlega bara fyndin umræða, ekki beint…
Haustferð
Við skelltum okkur í smá ferðalag um helgina með vinnunni hans Leifs. Hittumst nokkur við Olis í Norðlingaholti og keyrðum í samfloti austur í Þjórsárdal þar sem stoppað var í bústað eins af samstarfsmönnum Leifs og gætt sér á léttum brönsh í æðislegu umhverfi. Þvínæst var haldið inn að Stöng .. eða þeir sem voru á…