Kommóðan góða Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Við tókum okkur til um daginn og ákváðum að strípa fallega gamla kommóðu sem Leifur erfði eftir ömmu sína og lakka hana upp á nýtt. Ása amma hans hafði fengið hana þegar hún fór til Danmerkur sem smá stelpa þannig að skv okkar útreikningum (og Tengdó)…
Author: myndir
Sumarbústaður í Aðaldal
Öxnadalsheiði þann 29.júní ’08 Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Við fórum um helgina ásamt tengdó í sumarbústað norður í Aðaldal. Keyrðum úr sólinni beint í rigninguna! Áttum notalega helgi í bústaðnum með smá skrepperíum til Húsavíkur og Ásbyrgi. Við fengum reyndar góðar skúrir í þau skipti sem við fórum út *hehe* enda var…
Hvar varst þú?
verður maður ekki að koma með svona eitt skjálftablogg eins og meirihlutinn af bloggurum landsins 😉 Við Oliver skelltum okkur á Þingvelli í gær ásamt mömmu, pabba, Ástu frænku og Ashley frænku. Við Ashley vorum nýbúnar að labba frá Öxarárfossi og erum að labba í áttina að bílastæðinu þar sem hin biðu okkar þegar við…
sætastur í rólunni
sætastur í rólunni Ákváðum að kíkja út á leikvöllinn við Austurborg (leikskólinn sem er hérna rétt hjá) eftir vinnu í dag… aðeins að nýta góða veðrið. Það var ekkert lítið sem Oliver skemmti sér. Ferlega sniðugar svona barnarólur þarna þannig að Oliver gat rólað sér einn 🙂 Svo fann hann sér nýja vinkonu sem tók…
Nýjar myndir
Bananalöngun Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Ég var að setja inn nokkrar nýjar myndir inn á myndasvæðið okkar frá því á sumardaginn fyrsta en þá fórum við litla familían í bíltúr til Hveragerðis og skoðuðum Garðyrkjuskólann. Ég er einhvernvegin þannig innstillt að mér finnst það að fara í Garðyrkjuskólann vera partur af því…