ég tók mig til í dag og grisjaði örlítið jarðaberjaplöntuskrímslið í garðinum hjá mömmu og pabba… fékk mér stóran pott í IKEA og nú er bara að bíða og sjá hvort eitthvað skemmtilegt komi út úr þessu 🙂
Author: Dagný Ásta
Hekl: Krútt
Ég er í einum af þessum trilljón handavinnuhópum sem eru á facebook, margar hafa verið að birta myndir af hrikalega krúttlegum gíraffa. Í gramsi mínu í sófaborðinu kom upp í hendurnar á mér bómullargarn úr Söstrene grene og ég vissi að ég til afgang af hvíta garninu sem var notað til að hekla utanum krukkurnar…
Barcelona!
Við skötuhjúin ásamt yngsta fjölskyldumeðliminum skelltum okkur með Hinturunum til Barcelona núna um mánaðarmótin. Ástæða ferðarinnar var árshátíð Hnit 🙂 Fimmtudagur 1.maí Ræs um 5 í morgun. Sigurborg var frekar undrandi á að við værum að vekja hana enda er það ekki alveg vaninn 😉 Eftir að við náðum í Jón Þór í Engihjallann brunuðum…
100 hamingjudagar 100 myndir 100 hamingjumóment 3 hamingjumolar
ég tók þátt í áskorun á netinu sem fólst í því að birta 1 mynd á dag í 100 daga. Lúmskt skemmtileg áskorun. Eitthvað af myndunum hefur þegar ratað hingað inn en allar eru þær á instagram reikninginum mínum. Myndirnar þurftu auðvitað ekki að vera neitt sérstakar, bara hversdagslegar myndir af því sem gladdi mann…
Páskar
Ég verð að viðurkenna að ég eiginlega nenni ekki að skrifa um þessa hressu páska 😉 Var samt ágætlega dugleg með myndavélina og hér eru því páskar í örmyndasýningu. Oliver tók sig til og perlaði páskaskraut… þetta er gert eftir mynd sem Inga amma tók af gömlu páskaperli eftir Sigurborgu frænku Við skelltum okkur í…
Montfærsla
Fyrir umþað bil mánuði síðan heklaði ég húfu á Sigurborgu Ástu… átti reyndar alltaf eftir að setja færslu hingað inn um hana en það var reyndar bara vegna skorts á myndum. Ég slæ því 2 flugur í einu höggi í þessum pósti 😉 Sara vinkona heklaði svo dásamlega fallega dökk rauða silkihúfu á Sigurborgu Ástu…
Breiðholtsvillingar í heilt ár
Í dag er komið heilt ár frá því að við fengum Kambaselið afhent 🙂 Við erum búin að aðlagast nokkuð vel hérna í efri byggðum, mér finnst samt ferlega skrítið að vera svona í hinum enda borgarinnar og finnst alltaf jafn skrítið að beygja ekki inn Háaleitisbrautina þegar ég er á heimleið en það venst…
Hekl: Kría fyrir mig
Ég tók þátt í garnbanaáskorun Hnoðra og Hnykla aftur í þessum mánuði… aðeins að reyna að minnka garnmagnið hér á bæ. Ég heklaði Kríur í jólagjöf handa mömmu og Ingu tengdó fyrir jólin 2012 úr sama garni… dásamlega mjúk blanda af Silki og Ull úr Litlu Prjónabúðinni. Ég kláraði sjalið í fyrrakvöld, notaði svo tækifærið…