Undanfarin ár hef ég útbúið svokallað samverudagatal fyrir krakkana og í raun okkur líka! Inn í það fléttast ýmis verk eins og t.d. að undirbúa gluggana í herbergjum krakkanna fyrir jólaljós og eru þau voðalega spennt fyrir því… eins og sjá má hérna á myndinni til hliðar 😉 Ása Júlía á fullu að pússa gluggann…
Author: Dagný Ásta
Kyndilganga…
Eftir inniveru undanfarna daga í kjölfar veikindanna og almennra jólaboða ákváðum við að skella okkur í göngutúr á vegum ferðafélags Barnanna seinnipartinn í dag. Oliver náði í kyndil og gekk um með hann eins og hann væri þaulvanur. Þegar við vorum ca hálfnuð í göngutúrnum gengum við fram á 2 jólasveina sem voru meira en…
Lítið sem þarf til að gleðja mitt litla hjarta
Eftir snjókomu og leiðindarfærð undanfarna daga fannst mér ekki leiðinlegt að heyra í ruðningstækjunum í götunni!!! Gatan okkar var með þeim síðustu í hverfinu til að vera rudd og voru heilmikil vandræði hérna á hverjum degi.
Jólaeftirréttur í undirbúningi!
Leifur er aðeins íhaldsamari en ég hvað varðar jólamat og meðlæti. Hann lætur sig þó hafa það að fá ekki endilega Hamborgarhrygg í matinn en líkt og í fyrra verðum við heima hjá okkur á aðfangadagskvöld og þá vill hann auðvitað fá þann eftirrétt sem hann er alinn upp við. Kemur ekki að sök mín…
Jólakortamyndatakan…
Við skelltum okkur í göngutúr niðrur í Elliðárdal í dag með gamlan skíðasleða sem pabbi átti. Tilgangur göngutúrsins var að nýta birtuna og góða veðrið til að smella nokkrum myndum af fyrir jólakortið í ár. Myndinni var náð 🙂 Oliver fannst sleðinn svo æðislegur og þvílíkt stoltur að ýta systrum sínum um á sleðanum og…
aulaskapur
Ég náði mér í svo dásamlegan vírus í síðustu viku að ég óvinnufær sökum raddleysis. Slappleiki var ekki til en engin var röddin þannig að ég varð að hlýða lækninum mínum sem og öllu samstarfsfólkinu að ÞEGJA í smá tíma. Þar sem ég ætlaði mér að vera alein heima ákvað ég að kíkja á smá…
Kökuföndur
Við héldum upp á fyrsta afmæli Sigurborgar Ástu í dag og fékk hún þessa fínu Maríubjöllu köku sem pabbi hennar á mestann heiðurinn af 🙂