Undanfarin ár höfum við nostrað við purusteik á nýársdag með allskonar dúlleríi 🙂 Þetta er lúmskt skemmtileg hefð sem endar í veislumat.Leifur er puruaðdáandinn og hálf sér eftir því að vera búinn að koma krökkunum upp á að borða puru því nú er slegist um puruna af disknum mínum þar sem ég hef alveg fengið…
Author: Dagný Ásta
Annáll 2015
Síðasti dagur ársins runnninn upp og því er við hæfi að vnda að líta um öxl og sjá hvað við höfum fengist við á árinu sem senn er liðið.
Undarleg heimsókn í Kambaselið…
Stundum virkar að taka þátt í leikjum 😉 Ég tók semsagt þátt í leik á Facebook þar sem í verðlaun voru geisladiskur og heimsókn frá sjálfum jólasveininum (í þessu tilfelli Askasleiki) og var ein af 5 sem dregin var út. Við fengum svo Askasleiki í heimsókn til okkar áðan við mikla undrun og gleði krakkanna…
Kaldalspiparkökumálun
Við ákváðum að bjóða systkinum Leifs og afkomendum í piparkökumálun í dag… vildi reyndar svo til að Gunnar, Eva og Hrafn Ingi komust ekki og ekki Tobbi en allir hinir plús tengdamamma komu 🙂 Úr varð sykurleðjupartý í eldhúsinu og margar fagurlega skreyttar piparkökur voru framleiddar af börnunum.
Samvinna ♡
Samkvæmt jóladagatalinu hjá okkur í dag var planað að baka smákökur en þar sem dagurinn var langur fór ég styttri leiðina og splæsti í tilbúið deig og lét krakkana svo um að móta kökurnar sem þau gerðu svona líka lista vel! ég er eiginlega á því að útlitið hafi verið betra en bragðið *hóst* Oliver…
Grílukerti
Ég verð að viðurkenna að ég hef svolítið saknað þess að sjá ekki Grílukerti eins og þegar ég var krakki… að labba heim úr skólanum með grílukerti á stærð við góða gulrót var hálfgerður standard svona um miðjan vetur en hallóhalló ég man ekki eftir svona stórum !! Þessi voru á þakskegginu hjá okkur götu…
blendnar tilfinningar…
jólaminningar
Ég hugsa alltaf til 2 yndislegra kvenna þegar sá tími kemur að taka þetta ljós upp úr kassanum sínum á aðventunni. Ég erfði það frá Þuru ömmu en Stína heitin frænka hafði málað og gefið henni það á sínum tíma einn af mínum uppáhalds jólamunum