það eina sem sönglar um í kollinum á mér er klaufabárðalagið.. hversvegna? jú þannig er að Leifi tókst að slasa sig í gærkvöldi… merkilegt nokk í fyrsta sinn frá því að framkvæmdirnar hófust hérna uppi á lofti fyrir 4 árum síðan… Sporjárn djúpt í þykkasta vöðvann i vinstri lófa… 12 sporum ríkari (nei ekki 12…
Author: Dagný Ásta
Danmerkurferð fjölskyldunnar
Við skruppum til Danaveldis í nokkrar vikur nú í júlí – alveg dásamlegur tími sem við áttum þar með Ingu & Skúla tengdó, Sigurborgu, Tobba, Ingibjörgu & Kviku. Vorum í viku í bústað í Brovst sem er rétt hjá Blockhus en hann var samt eiginlega notaður mest megnis sem bækistöð og svefnstaður þar sem við…
Orkumótið
Oliver mætti á Orkumótið í ár ásamt félögum sínum úr ÍR. Hann fór með liðinu á miðvikudaginn en við hin mættum á þriðjudagskvöldið með allt hafurtaskið. Þetta var stórskemmtilegt mót þar sem strákarnir stóðu sig mjög vel og unnu sig upp um 9 riðla sem má teljast nokkuð gott hjá þeim. Dagarnir í Eyjum byggðust…
Áfram ÍR!
Fótboltamót Ása Júlía keppti á Greifamótinu á Akureyri um helgina, KA stóð fyrir mótinu sem var glæsilegt og stelpurnar skemmtu sér stórvel og gekk alveg ágætlega 🙂 Við lögðum af stað Norður í seinna lagi og vorum komin í íbúðina í Skarðshlíðinni um kl 22:30. Ása hafði ætlað að gista með stelpunum í skólanum en…
17.júní hefðin
Er auðvitað að keyra með Garðari frænda og Magga afa niður Laugarveginn ásamt hinum í Krúser 😉 Í ár var þó ein breyting og hún er sú að ekki var keyrt um með toppinn niðri eins og undanfarin ár þar sem einhver bilun er í mótornum, það kom þó ekki að sök og fólk að hluta til…
Ræktun
Í lok apríl byrjun maí vildi Olli endilega sá fyrir “einhverju” helst sem væri ávöxt… sterkum ávexti.. var þá eitthvað fleira en vilji chilli í boði? Jújú margar eru tegundirnar af chilli til en chilli varð fyrir valinu. Við byrjuðum á að setja ca 6 fræ í rætunarkassa sem ég átti til og alltof seint…
Límonaði er málið á heitum degi
Ég átti sítrónusafa inni í frysti frá því að við gerðum maraþon límonaði fyrir afmælið hennar Ásu Júlíu í fyrra, eða fengum Sigurborgu systur Leifs til þess að græja það á meðan við kláruðum afmæliskökuna ofl. Í dag var fullkominn dagur til þess að græja límonaði fyrir liðið 😉 Svalandi og bragðgott. Á alltaf eftir…
Ossabæjarheimsókn
Þegar tengdó sögðu okkur frá því að þau myndu eyða viku í Ossabæ í maí vorum við ekki lengi að kanna hvort það væri smuga á að kíkja til þeirra yfir helgina 🙂 Krakkarnir elska að eyða tíma í ævintýraskóginum í kringum bústaðinn og í pottinum – þarf ég að minnast á að þeim leiðist…