ík, afhverju er ég svona mikil dýragæla þegar kemur að sætum vinalegum hundum og fallegum tisum ? það kom voða sætur hvolpur hérna í heimsókn áðan Border Collie tík… og ég er svo innilega að fá að kenna á því núna MIG KLÆJAR!!!
Author: Dagný Ásta
Fermingarvertíðin..
er komin á fullt núna… á hverjum degi kemur í einhverju formi tonn af auglýsingum tengdar fermingum sem eru á næsta leiti… Ég skil ekki alveg út í hvað þetta fermingarstúss er komið út í þvíkar öfgar að það er brjálæði… Fletti í gegnum einhvern fermingarbælking um daginn og auðvitað var verið að auglýsa allt…
jæja…
hver býður best í þenna miða sem ég á lausan á FB leikritið annaðkvöld
ARG!
ég þoli ekki sona örar veðrabreytingar, rok og rigning einn daginn sól og blíða þann næsta og þann þriðja er komið frost það þýðir bara eitt… *pirr* helv frunsur!
myndakjáni
ég setti nokkrar af myndum gærdagsins inn á netið…
Stjörnuspár dagsins
ala spámaður: Ljónið (23.júlí – 22.ágúst) Ljónið býr á þessum árstíma yfir góðu skopskyni og úthaldi sem hjálpar því að að lagast þeim breytingum sem koma hér fram oftar en ekki síðari hluta mars mánaðar. Ekki gefa þig röngu fólki sem hefur ekkert að gefa þér í staðinn þegar tilfinningar þínar eiga við. ala mbl.is…
Snæfellsnesið tekið með trompi!
Gærdagurinn var annsi skemmtilegur, þar sem ég hafði lítið að gera og langaði að fara út og njóta yndislega veðursins sem var úti & Leifur hafði lítinn áhuga á stæ.greiningu ákváðum við að taka daginn með trompi og rúlla vestur á Snæfellsnes og leika túrista með myndavélar það var ekkert smá fallegt veður fyrir vestan…
Kórtónleikar
Ég skellti mér ásamt móður minni á tónleika áðan hjá Samkór Mýramanna eða e-ð þannig ;o) það var rosalega flott.. eða kannski er ég hlutdræg *úbbs* þar sem ég Helga frænka er í kórnum og svo er kórstjórinn gift Vífli frænda :o) Kórinn hélt þessa tónleika í Seltjarnarneskirkju og voru þeir teknir upp og ætlunin…