hversu mikil snilld er það að senda einhverjum gjafakörfu með hellings helling af gúmmelaði.. þá meina ég súkkulaði, kex, allskonar sultur, kavíar og fleira góðgæti og svo síðast en ekki síst TANNKREMSTÚPU!!! *Hahahahahahah*
Author: Dagný Ásta
Hagskælingar..
ég er alltaf að verða forvitnari og forvitnari… er búin að heyra úr nokkrum áttum frá bæði tengdum og ótengdum aðilum um að það eigi að fara að efna til Hagskælingareunions… er einhver hagskælingur sem les þetta pár mitt sem veit eitthvað um þessi mál??? spurningin er eiginlega hvort það verði betur að þessu staðið…
spá og spegúlera
ég var spurð að því um daginn hvort ég ætlaði ekki að taka föndrið mitt með út… æj ég veit það ekki.. var alveg á því um daginn að ég ætlaði ekki að taka það með út, tja ekki nema einn jóladúk sem ég keypti fyrir lange bange og er ekki einusinni byrjuð að sauma….
hver er samlíkingin?
mér var sagt um helgina að ég ætti að gera eitthvað róttækt úti… fara í fallhlífarstökk já eða förðun ok hvernig er hægt að koma með þetta 2 í samhenginu róttækt ? mér finnst förðun vera svo hrikalega algengt nám núna *hehe*
í dag eru
… eitt ár og sex mánuðir komnir 🙂
bíltúr
við fórum í bíltúr í dag með tengdó, keyrðum vestur átt og vorum að vonast til þess að sleppa við rigninguna. Fórum í gegnum Borgarnes, birgðum okkur upp af nasli og drykkjum. Héldum svo af stað aftur út úr Borgarnesi og beygðum inn Snæfellsnesafleggjarann.. ákváðum að keyra niður að Álftanesi og skoða okkur um þar….
togstreita
mér líður ekkert alltof vel…. er búin að vera í tilfinningalegum rússíbana frá því að ég fékk þetta símtal í fyrradag.. ég veit ekkert hvernig ég á að vera eða hvernig ég á að haga mér. Finnst óþægilegt að þurfa að “bíða og sjá”… Mig langar ekki að taka neinar ákvarðanir… langar ekki einusinni að…
sumarfrí ? hvað er það?
mér finnst að fólk eigi að hætta að tala um sumarfrí 🙁 það eru hreinlega allir að tala um sumarfríið sitt, á leið í sumarfrí, að koma úr sumarfríi, að plana sumarfríið sitt og allt þar á milli… mig langar í sumarfrí… aðeins 43 vinnudagar eftir hjá mér 😛