Við erum með “samverudagatal” í gangi alltaf í desember – krakkarnir eru enn spennt fyrir því að vita hvað fjölskyldan ætlar að gera saman á Aðventunni, það heyrist reyndar stundum í þessum alvegaðverðatáningur “má ég sleppa þessu?” en það er líka bara allt í lagi, ekki alltaf hægt að gera öllum til geðs. En í…
Author: Dagný Ásta
334/365
Það hafðist! Þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar um að ég myndi líklegast ekki vefja krans í ár vegna anna í skólanum þá eiginlega gafst ég upp og hennti í einn slíkann í kvöld. Vissulega hefur hann oft verið fallegri en það hafðist engu að síður og ég er bara sátt. Neitaði hinsvegar algjörlega að skreyta kransinn…
333/365
Sigurborg Ásta kom sér vel fyrir á hliðarlínunni á leik bróður síns í dag. Fannst afskaplega notalegt að liggja þarna í kuldagallanum sínum og fylgjast með strákunum spretta á milli markanna 😉
332/365
skiliddiggi.. kemur hann þá einhverntíman næsta sólarhringinn ???
331/365
listaverkin hans pabba farin að læðast fram. Ég var ekki lengi að eigna pabbi kláraði hann. Það er lúmskt fyndið að pabbi lítur í kringum sig á hverju ári og sér alla kallana sem eru hérna heima hjá mér og furðar sig alltaf á því hversu margar fígurur hann hefur gert og man varla eftir…
330/365 isnálafegurð
Ég minnist þess ekki að hafa séð svona mikið af ísnálalistaverkum hér á landi. Man hvað mér þóttu þær svakalega fallegar þennan vetur sem við bjuggum í Danaveldi – ólýsanlega fallegar OG langar! Snjókornið okkar skartaði svona fínum ísnálum í dag. Inga tengdó vildi meina að þessi mynd væri táknrænnni en margar aðrar sem ég…
329/365 nei hæ þú
Fyrir nokkrum vikum tókum við þá ákvörðun að lappa ekki frekar upp á Bláberið okkar. Næstu skref voru þá að átta okkur á því hvað við vildum gera. Við vorum búnin að ræða það einhverntíman að þegar að því kæmi að við endurnýjuðum bílaflota heimilisins þá værum við opin fyrir því að hafa “snattbílinn” rafmagnsbíl…
328/365
Ég á alveg afskaplega vanafastan eiginmann… að hans mati er aðventukrans ekki “réttur” nema á honum séu snjóboltakerti 😛 þar sem ég hef litla sem enga skoðun á þessu þá læt ég það eftir honum og skottast í Rúmfó fyrir hver jól og kaupi fyrir hann 4 snjóboltakerti. Elsku Kassinn minn :*