Við skelltum okkur í útilegu um helgina með yndislegum hópi fólks. Gamla vinahópnum hans Leifs og fylgifiskum þeirra. Við fjölskyldan ásamt Iðunni & Sverri + börn og Þorvaldi brunuðum í Húsafell eftir vinnu á föstudeginum, eftir smá rúnt um svæðið þar sem við þurftum jú pláss fyrir 1 hústjald, hjólhýsi, tjaldvagn + tvö auka tjöld næsta dag þá hafðist það að finna pláss rétt hjá flugbrautinni í góðu göngufæri frá WC gám + rennandi vatni. Óli & Guðrún + dætur og Maggi & Elsa + börn komu svo fyrri part dags á laugardegi.
Eftir nákvæma talningu komst í ljós að á okkar ábyrgð voru 9stk af börnum! hefðu verið 10 ef Jökull & Inga Lára hefðu komist líka. Dásamlegt hvað hópurinn hefur dafnað 😉
Það var spjallað, rölt um, spilaður Kubbur, fótbolti, skák, leikið í dúkkó, og almennt bara dundað sér þarna á milli þess sem fólk dundaði sér við að slá flugur frá sér.
Við ákváðum loksins (eftir að hafa talað um þetta alltof oft undan farin ár) að gera þetta að árlegum viðburði þar sem er að sjálfsögðu engin ákvæði um mætingu/fjölda gistinátta og svo frv. Bara hafa gaman og njóta þess að vera saman.