Ég keypti mér bókina Hlýtt & mjúkt fyrir minnstu börnin um daginn og kolféll strax fyrir þessa dásamlegu samfellu.
Keypti Askaladen silki ull í Litlu prjónabúðinni og hóst fljótlega handa 🙂
Ég tók mér um 20daga í að gera þessa.. hún liggur hérna alveg tilbúin en ég bara kem mér ekki í að ákveða tölurnar fyrir hana 😉
Uppskriftin er mjög einföld og þægileg. Hlakka virkilega til að klæða litla krílið í hana. í heildina fóru 63gr af hespunni í samfelluna og ég er svolítið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að prjóna háar hosur eða bara legghlífar við úr restinni… kemur í ljós 😉