Ég prjónaði peysur í stíl á Ásu Júlíu og Ingibjörgu litlu úr garni sem heitir Cascade Heritage.
Þetta er silki og ullarblanda og alveg guðdómlega mjúkt garn. Ég átti í þvílíkum vandræðum með að hætta að klappa því stundum 🙂 Er rosalega ánægð með útkomuna 🙂
Ása Júlía fékk sína peysu nokkurnvegin strax og er hún vel við vöxt sem er ekki leiðinlegt. Hennar peysa er lipur og létt og er smá samsuða af stærðum þar sem ég var ekki með sama garn og uppskriftin miðaði við.
Ingibjörg fékk sína hinsvegar í jólagjöf… vonandi passar hún vel 🙂 Hennar er prjónuð í stærð 12m.