Ég sá svona steina á Ravelry einhverntíma… fannst þeir ferlega krúttlegir og sniðugir, lagði samt ekki alveg í að hekla á þeim tíma.
Þessir steinar voru partur af borðskreytingunni í brúðkaupinu hjá GunnEvu fyrir tæpum 2 árum síðan, eða um þá var vafinn vír og svo merkispjald með nafni hvers og eins.
Garnið fékk ég hjá mömmu og er bómullargarn sem hún hafði keypt í hannyrðarversluninni í Grímsbæ og heklunál nr 2.5.
Ég er alveg á því að skella mér í fjöruferð fyrr en síðar og ath hvort ég finni mér ekki fleiri svona fallega flata steina (veit reyndar að bestu fjörurnar fyrir það eru Reynisfjara & Djúpalónssandur á Snæfellsnesinu 😉 ) aldrei að vita hvað maður finnur samt hérna nær Reykjavíkinni 🙂