Ég byrjaði á því að skutlast með Ásu Júlíu á Framnesveginn þar sem feðgarnir fóru á fjölskyldudag í vinnunni hans Leifs. Náði í Evu og saman fórum við svo og náðum í Ásu, Sirrý og Lilju. Við Eva höfðum sent út e-mail fyrr í vikunni með smá fyrirmælum til stelpnanna um að þær ættu að redda sér hinum ýmsu atriðum eins og veiðiháfi eða sigti, Snúsnúbandi, 2 mislitum teningum, regnhlífum og e-ð meira sniðugt.
Fyrir utan hjá Lilju fengum við að opna fyrsta umslagið frá Leifi en hann hafði útbúið “smá” ratleik fyrir okkur. Þar stóð að við ættum að halda niður í Laugardal og leggja við Skautahöllina… við tók svo smá hringavitleysa í Laugardalnum sem var alveg stórskemmtileg! Leifur hafði haft fyrir því að útbúa svona líka fínan ratleik og senda okkur hingað og þangað um dalinn í leit að bleikum borðum sem bentu til þess að í nágrenninu væru vísbendingar að næsta stað. Allt í allt voru þetta 8 vísbendingar sem enduðu svo á að senda okkur í Café Flóru þar sem við hittum Óskar Pál ljósmyndara með meiru sem skellti sér út í rigninguna með okkur og myndavélina sína til að smella myndum af okkur skvísunum. Hlakka ekkert smá til að fá þær myndir í hendurnar þótt við hefðum verið allar RENNANDI blautar með klesst hár og tilheyrandi!
Eftir myndatökuna skelltum við okkur aftur í bílinn og héldum heim til Evu þar sem beið okkar smá næring og undirbúningur fyrir kvöldmatinn, og auðvitað spjallið/slúðri/og svo frv!
Takk aftur fyrir frábæran dag stelpur! aftur að ári?
Takk sömuleiðis. Frábær dagur með frábærum stelpum 😉
Takk sömuleiðis – ég sko alveg til í annan svona dag eftir ár – meira að segja spurning hvort hægt væri að gera það að helgi 🙂
Snillingurinn hann Leifur, hann þekkir hvern krók og kima í dalnum.