eða meira svona fyrirlestur með smakki 🙂
Ég skellti mér, ásamt fullt af öðrum ágústbarnamömmum, á námskeið hjá Ebbu Guðnýju (sem gaf/gefur út bókina “hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?”). Margt fróðlegt sem hún hafði að segja og gaman að fá að sjá notkunarmöguleika á ýmsum útgáfum af mjöli sem maður hefur ekki smakkað og þannig fengið hugmyndir. Alveg margt þarna sem væri auðveldlega hægt að setja inn í stað hafragrautsins svona til að fá tilbreytingu í hollustuna 🙂 Svo náttrúlega stæðasta ástæðan er að fá innsýn í hvað er hægt að gera margt í kringum barnamatinn í sambandi við að bæta við fitu í matinn og þessháttar, Ása mun bara njóta góðs af þessu 😉 og gott ef við hin gerum það ekki líka 😆