og það hlýtur að frjósa fljótlega í helvíti líka!!!
Hið ótrúlega virðist nefnilega vera að gerast 🙂
Allt frá því að við fluttum hingað í H14 hefur bíll setið sem fastast í einu af “prime” bílastæðinu hérna fyrir framan. Hann vægast sagt ógeðslegur. Við erum að tala um að:
- hann er notaður sem ruslageymsla
- loftin eru farin úr öllum dekkjunum
- hann er farinn að leka eða amk smita frá sér olíu
- hann er MYGLAÐUR að innan, erum að tala um fullt af myglublettum á mælaborðinu og í áklæðinu í bílstjórasætinu
Á að minnsta kosti síðustu 2 húsfundum hefur það verið tekið upp við eiganda bílsins að láta fjarlægja þetta flak sitt og honum bent m.a. á heilbrigðislög sem banna að bílhræ standi á lóðum. En hann hefur alltaf maldað í móinn og neitaði að trúa því að þetta stæði í lögum og jafnframt að hann ætti nú rétt á einu bílastæði fyrir framan blokkina eins og allir þeir sem ekki ættu bílskúr (sem er alveg rétt hjá honum, það eru 8 íbúðir af 26 sem ekki eiga bílskúra og hafa því nokkurskonar forgang í stæðin við húsið). Hann er búinn að vera númerslaus síðan veturinn ’07/’08 og kallinn mun ekki setjast framar undir stýri þar sem hann er hálfblindur.
Allavegana! það er verið að vinna í bílnum!!! búið að gefa honum start þannig að hann er með rafmagn sem stendur og svo kemur bara í ljós hvort hann verði ekki fjarlægður á næstunni *eheheh*