ég get svo svarið það… við erum búin að vera að detta inn á ný og ný atriði hérna í íbúðinni sem eru ekta svona “skítafix”… þ.e. einhver sem heldur að hann sé svo gífurlega klár og handlaginn sem hefur átt þessa íbúð á einhverjum tímapunkti…
t.d. hefur þessi jólasveinn ákveðið að það væri rosalega sniðugt að leiða sjónvarpsloftnet inn í svefnherbergi… jújú ekkert að því, gott að hafa þann möguleika en hversvegna í fja** þurfti að saga úr horninu á skáphurðinni til þess að leiða snúruna út úr skápnum???
uppsetningin á rúllugardínunni inni í svefnherbergi er líka brandari, sko alger brandari 🙂
það eru fleiri atriði sem ég get talið upp en ég held að ég sleppi því 🙂
þetta er aðalega fyndið og svona aulaskapur í viðkomandi – ýmislegt erum við reyndar búin að laga eða er á leiðinni í lagfæringu við tækifæri – það er bara margt sem er svo asnalegt!
ég ætla samt eiginlega frekar að halda áfram að sauma í 1skammti af leynisalinu mínu 🙂
hehe já það sem fólki dettur í hug var pínu þannig hérna líka.
Sjónvarpsloftnetið tjaaa það var nánast vafið utan um húsið hjá okkur þegar við keyptum það alveg ótrúlegt….út um þennan glugga og inn um hinn og svona gekk þetta….. og búið að bora í alla gluggana…. Ingi neitar að setja upp annað loftnet á húsið bara ekki að ræða það…..En svona verður þetta sko ekki í nýja húsinu ónei…
Hlakka til að sjá handverk Jólasveinsins hehe vonandi verður það fyrr en seinna 🙂